Pilates for posture, confidence and calm.
Courses available
-
Powerful Lunch Flow - TUE&FRI @Swimslow
Regular price 19.900 ISKRegular price -
Sold out
Power Pilates - MON&WED @Plóman
Regular price 19.900 ISKRegular priceSold out

Um mig
Ég heiti Magga Weisshappel og er pilateskennari sem vinnur með líkamann af virðingu - ekki til að breyta honum, heldur til að hjálpa þér að tengjast honum betur.
Ég hef verið með hryggskekkju frá unglingsárum og byrjaði að æfa pilates þegar ég var 16 ára. Pilates hefur hjálpað mér að lifa nánast verkjalaus, svo að ég skil vel hvernig það er að finna fyrir verkjum og stífleika í líkamanum. Þess vegna legg ég mig fram um að skapa öruggt rými þar sem þú getur unnið með líkama þinn á þínum hraða, á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Í tímum mínum legg ég áherslu á sterka líkamsstöðu, virka innri kviðvöðva og heilbrigðan og liðugan hrygg. Við vinnum með nákvæma hreyfingu, meðvitaða öndun og styrk sem kemur innan frá, svo þú getir byggt upp líkama sem styður þig í daglegu lífi. Hvort sem þú ert að glíma við bakverki, stífleika, stirðan háls eða einfaldlega vilt standa öruggari í eigin líkama, þá eru tímarnir mínir fyrir þig.
Menntun og réttindi
BASI Pilates, kennaranám 2017
200 klst jógakennaranám 2020
Meðgöngu pilates, kennaranám, BASI, 2021
Kinected Pilates, kennaranám 2022
BA í grafískri hönnun, 2015
MA í markaðsfræði - í vinnslu